Leyfisveitingagátt er ætluð til þess að auðkenndir einstaklingar og lögaðilar geti sótt um leyfi til hvers kyns atvinnurekstrar í öruggu umhverfi. Nauðsynleg gögn frá öðrum stofnunum eru sótt af gáttinni og umsækjanda þannig spöruð sporin. Umsækjandi fylgist síðan með ferli umsókna á einum stað. Umsagnaraðilar og leyfisveitendur hafa einnig aðgang að gáttinni varðandi þeirra þátt.

Það fyrsta sem boðið er upp á að gera í leyfisveitingagáttinni er að senda inn tilkynningu um útleigu fasteignar í heimagistingu 2017, en sýslumaður tekur afstöðu til þeirrar tilkynningar.

Almennt markmið með leyfisveitingagátt er að einfalda ferli við að afla leyfa til að stofna til atvinnurekstrar á Íslandi. Ein gátt sparar tíma, fyrirhöfn og kostnað ásamt því að flýta fyrir afgreiðslu.

Tilgangur leyfisveitingagáttar er þríþættur:

Leyfisveitingagátt tilheyrir verkefninu um stafrænt Ísland og er fjármagnað af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.