Upplýsingamiðstöð

Þeir sem hyggjast starfrækja upplýsingamiðstöð þurfa skrá starfsemina hjá Ferðamálastofu. Upplýsingamiðstöð má hvorki hvorki setja saman, bjóða til sölu né auglýsa ferðir eða aðra ferðatengda starfsemi.

Skráningargjald er 15.000 kr.

Nauðsynleg fylgigögn

Upplýsingamiðstöðvar hafa heimild til að nota myndrænt auðkenni Ferðamálastofu.

Upplýsingamiðstöðvar sem njóta opinbers fjárstuðnings skulu halda þeim þætti starfseminnar fjárhagslega aðskildum frá öðrum þáttum starfseminnar.

Ferðamálastofu er heimilt að fella upplýsingamiðstöð af skrá ef starfsemi hefur verið hætt eða starfsemi er útvíkkuð þannig að hún falli undir skilgreiningu á ferðasala dagsferða eða ferðaskrifstofu. Ferðamálastofa úrskurðar ef ágreiningur rís um til hvaða flokks starfsemi heyrir.

Lög og reglur

Upplýsingar um skráningu upplýsingamiðstöðvarUpplýsingamiðstöð
Upplýsingamiðstöð - einstaklingar