Ferðaskrifstofa

Leyfi til sölu á ferðum og ferðatengdri þjónustu

Allir sem setja saman, skipuleggja, bjóða fram eða selja pakkaferðir þurfa leyfi frá Ferðamálastofu til að starfa ferðaskrifstofaSama á við um þá sem hafa milligöngu um samtengda ferðatilhögun.

Nánari upplýsingar um skilyrði leyfa og umsóknarferilinn má finna hér. Mikilvægt er að kynna sér þær vel.

Hér má finna leiðbeiningablað um útfyllingu umsóknar, áríðandi er að kynna sér það vel áður en byrjað er að vinna í umsókn. Mikilvægt er að öll fylgigögn séu tilbúin.
Þegar sótt er um ferðaskrifstofuleyfi ber að skila rekstraráætlun, greiðsluáætlun og áætlun um efnahag fyrir yfirstandandi og næsta ár. 

Hér er að finna eyðublöð vegna framangreindra áætlana.

Hlekkur á heimasíðu FMS vegna ferðaskrifstofu
Hlekkur á lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun
Hlekkur á flæðirit um samtengda ferðatilhögun
Hlekkur á flæðirit um hvort starfsemi falli undir lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun

Athugið, að þegar sótt er um fyrir lögaðila verður forsvarsmaður fyrirtækis (prókúruhafi) að sækja um í rafrænu umboði fyrirtækis. Hér eru leiðbeiningar um hvernig veita á rafræn umboð.

Þegar um rekstur á kennitölu einstaklings er að ræða verður forsvarsmaður að sækja um á eigin kennitölu.

Athugið, leyfishafi er sá sem leyfi skal gefið út á. Umsækjandi er sá sem sendir inn umsókn. Eigi leyfi að skrást á nafn og kennitölu fyrirtækis er fyrirtækið leyfishafi.
Það er á ábyrgð umsækjanda að senda inn umsókn fyrir rétt leyfi. 
Greiða þarf öll gjöld vegna umsóknarinnar áður en hægt er að senda hana inn.Ferðaskrifstofuleyfi, einstaklingar
Ferðaskrifstofuleyfi, einstaklingar
Ferðaskrifstofuleyfi, lögaðilar
Ferðaskrifstofuleyfi, lögaðilar