Ferðasali dagsferða

Leyfi til sölu á ferðum og ferðatengdri þjónustu

Leyfi sem ferðasala dagsferða á einungis við fyrir þá sem selja aðeins ferðir sem eru styttri en 24 klst., innifela ekki gistingu og eru án tengingar við aðra þjónustu. Aðrir þurfa leyfi sem ferðaskrifstofa.

Nánari upplýsingar um skilyrði leyfa og umsóknarferilinn má finna hér. Mikilvægt er að kynna sér þær vel.

Hér má finna leiðbeiningablað um útfyllingu umsóknar, áríðandi er að kynna sér það vel áður en byrjað er að vinna í umsókn. Mikilvægt er að öll fylgigögn séu tilbúin.

Hlekkur á heimasíðu FMS vegna ferðasala dagsferða
Hlekkur á lög um FMS
Hlekkur á lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun

Athugið, að þegar sótt er um fyrir lögaðila verður forsvarsmaður fyrirtækis (prókúruhafi) að sækja um í rafrænu umboði fyrirtækis. Hér eru leiðbeiningar um hvernig veita á rafræn umboð.

Þegar um rekstur á kennitölu einstaklings er að ræða verður forsvarsmaður að sækja um á eigin kennitölu.

Athugið, leyfishafi er sá sem leyfi skal gefið út á. Umsækjandi er sá sem sendir inn umsókn. Eigi leyfi að skrást á nafn og kennitölu fyrirtækis er fyrirtækið leyfishafi.
Það er á ábyrgð umsækjanda að senda inn umsókn fyrir rétt leyfi. 
Greiða þarf öll gjöld vegna umsóknarinnar áður en hægt er að senda hana inn.Ferðasali dagsferða, einstaklingar
Ferðasali dagsferða, einstaklingar
Ferðasali dagsferða, lögaðilar
Ferðasali dagsferða, lögaðilar